Ritningarlestur og umsjón með kaffi haust 2019

Ritningarlestur og kaffi.
 
Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna hafa séð um kaffi eftir guðsþjónustu og fermingarbörn lesið ritningarlestra.  Nauðsynlegt er að mæta ekki seinna en tuttugu mínútur í messutíma.  Hellt er upp á könnuna, teknir til bollar og glös og síðan gengið frá eftir kaffi.
 
Almennt eru foreldrar og forráðamenn tveggja unglinga sem sjá um kaffið á þeim dögum sem börn þeirra lesa.  Ef það verða forföll væri gott ef þið fenguð einhvern til að skipta og tilkynnið sóknarpresti.
 
Hægt verður að finna ritningarlestranna á þeirri síðu þar sem hver athöfn er auglýst á prestakallssíðunni, en athafnalistinn er finna á hlekknum.

Leiðbeiningar um verkefnaskil á netinu

Ef þú ætlar að skila inn svörum á netinu skaltu leiðbeiningum í fréttinni, ýttu á "Lesa meira".

Aðventufundur 17. desember

Aðventufundur á næsta þriðjudag, 17. desember, kl. 14:10 (strax eftir skóla)-15:50.
Boðið upp á smá hressingu, áhorf og fjallað um fæðinguna, lesið þann kafla.
Hægt að skila verkefnum og utanaflærdómi. Síðasti tími fyrir jól.

fermingarfræðsla 3. desember

Fermingarfræðslan er næst á þriðjudaginn 3. desember kl. 14:30-16 og verður í Ólafsvíkurkirkju. 
Lesa á kaflann um kvöldmáltíðina (bls. 22-23) fyrir tímann og gera verkefni. 
Eins á að skila verkefnum frá áður, ef það er ekki þegar búið, það er BiblíanBæninheilög þrenningskaparinnheilagur andiJesús Krist, fæðing og boðun,  Jesús Krist - Lamb Guðs Kristur er upprisinn og skírn.
Eins þarf að skila utanbókarlærdómi.

fermingarfræðsla 19. nóvember

Fermingarfræðslan er næst á þriðjudaginn 19. nóvember kl. 14:30-16 og verður í Ólafsvíkurkirkju. 
Lesa á kaflann um skírn (bls. 19-21) fyrir tímann og gera verkefni. 
Eins á að skila verkefnum frá áður, ef það er ekki þegar búið, það er BiblíanBæninheilög þrenningskaparinnheilagur andiJesús Krist, fæðing og boðun,  Jesús Krist - Lamb Guðs og Kristur er upprisinn.
Eins þarf að skila utanbókarlærdómi.

Fermingarnámskeið á Úlfljótsvatni 11.-13. nóvember 2019

Kæra fermingarbarn og fjölskylda!
Í þessu bréfi er að finna allt sem máli skiptir varðandi fermingarnámskeiðið nú í október. Því er mikilvægt að kynna sér efni þess vel. Námskeiðið verður á Úlfljótsvatni.
 
Brottför og heimkoma:
Mæting á Úlfljótsvatni er mánudaginn 11. nóvember kl. 12. Lagt er af stað um morguninn úr Ólafsvíkurkirkju kl. 8:00. Áætlaður komutími í Ólafsvíkurkirkju er um kl. 17 miðvikudaginn 13. nóv.
                             
Verð:

Undefined

Fermingarfræðsla 7. nóvember og fundur með forráðamönnum

Fermingarfræðslan er næst á fimmtudaginn 7. nóvember kl. 15:30-17 og verður í Ólafsvíkurkirkju. 
Lesa á kaflann um Jesús Krist -Kristur er upprisinn (bls. 17-18) fyrir tímann og gera verkefni. 
Eins á að skila verkefnum frá áður, ef það er ekki þegar búið, það er BiblíanBæninheilög þrenningskaparinnheilagur andiJesús Krist, fæðing og boðun og  Jesús Krist - Lamb Guðs.
Eins þarf að skila utanbókarlærdómi.
Fundur með forráðamönnum verður sama dag á sama stað klukkan 18.

Síður

Subscribe to Fermingarkver RSS