Ritningarlestur og umsjón með kaffinu vor 2017

Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna hafa séð um kaffi eftir guðsþjónustu og fermingarbörn lesið ritningarlestra.  Nauðsynlegt er að mæta ekki seinna en tuttugu mínútur í messutíma.  Hellt er upp á könnuna, teknir til bollar og glös og síðan gengið frá eftir kaffi.

 

Almennt eru foreldrar og forráðamenn tveggja unglinga sem sjá um kaffið á þeim dögum sem börn þeirra lesa.  Ef það verða forföll væri gott ef þið fenguð einhvern til að skipta og tilkynnið sóknarpresti.

Íslenska

Leiðbeiningar um verkefnaskil á netinu

Ef þú ætlar að skila inn svörum á netinu skaltu leiðbeiningum í fréttinni, ýttu á "Lesa meira".

Íslenska

Jólatími

Jólafundur á næsta miðvikudag, 7. desember, kl. 15:30 (strax eftir skóla)-17 . Boðið upp á smá hressingu, áhorf og fjallað um fæðinguna, lesið þann kafla. Hægt að skila verkefnum og utanaflærdómi. Síðasti tími fyrir jól.

Íslenska

Heimalærdómur fyrir tíma 23. nóv.

Fermingarfræðslan er næst á miðvikudag 23. nóvember  kl. 14:30-16 og verður í Ólafsvíkurkirkju. 
Lesa á kaflana um Breytnina fyrir tímann og gera verkefnið. 
Eins þarf að skila utanbókarlærdómi.

Íslenska

Heimalærdómur fyrir 9. nóvember

Fermingarfræðslan er næst á miðvikudag 9. nóvember kl. 14:30-16:00 og verður í Ólafsvíkurkirkju.
Lesa á kaflann um Jesús Krist -Kristur er upprisinn fyrir tímann og gera verkefnin.
Þá á að vera búið að lesa og gera verkefnin í lok kaflans og um SkírninaKvöldmáltíðina og Messuna, sem sett var sett fyrir á mótinu.
Fundur með foreldrum og forráðamönnum verður í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20.

Íslenska

Fyrir tíma 26. október.

Fermingarfræðslan er næst á miðvikudag 26. október kl. 14:30-16 og verður í Ólafsvíkurkirkju.
Lesa á kaflana um Jesús Krist, fæðing og boðun og  Jesús Krist - Lamb Guðs  fyrir tímann og gera verkefnið.
Hægt er að læra Sæluboðin í hlutum skila t.d. 3 fyrstu í næsta tíma.

Íslenska

Fermingarnámskeið á Laugum í Sælingsdal 31. okt.-2. nóv 2016

Kæra fermingarbarn og fjölskylda!
Í þessu bréfi er að finna allt sem máli skiptir varðandi fermingarnámskeiðið nú í október. Því er mikilvægt að kynna sér efni þess vel. Námskeiðið verður á Laugum í Sælingsdal í Dölum (20 km. frá Búðardal)
Brottför og heimkoma:

Íslenska

Síður

Subscribe to Fermingarkver RSS