Jesús Kristur

Íslenska

Önnur persóna guðdómsins er Sonur Guðs.  Hann er Orðið sem kom til manna.  Sköpunin varð til fyrir hann.  Lestu Jóhannesarguðspjall 1:1-18.  Hann varð maður.  Kom í heiminn til að frelsa börn Guðs eins og lofað hafði verið í ritningunni.  Hann var guð, en varð maður, okkar vegna.

 

Trúarjátningin :

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

 

 

Fæðing frelsarans
Biblía Gyðinga segir að Guð muni senda til þjóðar sinnar mannsoninn til að frelsa hana úr ánauðinni og rétta hlut hennar.  Í upphafi tímatals okkar þá var Palestína hersetin af Rómverjum.  Gyðingar reyndu að brjótast til sjálfstæðis, en allar tilraunir til þess voru brotnar niður með ofsa.  Gyðingar væntu því að mannsonurinn yrði pólitískur frelsari sem kæmi Rómverjum frá völdum og kæmi Gyðingum aftur á kortið.
Því var spáð að Kristur myndi fæðast í Nasaret af ætt Benjamíníta. Ýmislegt annað var spáð um Krist.  Lestu Jesaja 9:1-6.
Fyrstu ár kristninnar höfðu menn meiri áhuga á dauða Krists og upprisu, en fæðingu hans.  Þegar árin liðu fóru menn að horfa meira til fæðingarinnar og segja sögu frá henni.  Hlutverk sögunnar er að benda lesandanum á að Jesús er sá sem spáð var um í Gamla testamentinu.  Hann er mannsonurinn.  Hann er sá sem Guð sendi til að frelsa þjóð sína.  Þess vegna eru spádómarnir um Krist settir í forgrunn fæðingarsögunnar.
Lestu Lúk. 1:1-2:40 og Jóh. 1.  Þar kemur fram að heimurinn hafnaði Syni Guðs.  Hann var fæddur án þess að heimurinn tæki eftir því, ekki í höll heldur hreysi, ekki í dýrð heldur látleysi.  En þeir sem vissu hver hann var sáu að allt var breytt.
Tímatal okkar er miðað við fæðingu Jesú, en það var reiknað af munki á miðöldum.  Vitleysa var í útreikningum hans, svo að líklega fæddist Jesú 4-7 árum fyrir Krist.  Þess ber að geta að árið 0 var ekki til svo að árið eftir 1 fyrir Krist er 1 eftir Krist. 
Ekki er vitað hvaða dag Jesús var fæddur.  Það þótti ekki mikilvægt.  En þegar kristnin kom til norður Evrópu fóru menn að minnast fæðingu hans á þeim tíma er heiðnir menn þar héldu upp á hátíð sína í myrkrinu, jólin.  Þá var hátíð ljóssins, er ljósið kom í heiminn, og hrakti myrkrið í burtu.  Í dag er engin hátíð í heiminum jafn vinsæl og jólin.  Þannig hefur kristnin ávallt getað notað það sem fyrir er og blásið það kristinni merkingu, rétt eins og jólin eru nú fyrst og fremst kristin hátíð. 
 

jesus.mp3
truarjatning2.mp3
faedingjesu.mp3

Boðun meistarans
Samkvæmt guðspjöllunum þá kom Jesús fram sem prédikari og kraftaverkamaður síðasta ár eða síðustu þrjú ár lífs síns.  Lítið er vitað um æskuár hans og fram að þrítugu.  Hann var fóstursonur  smiðs, Jósefs, og því lærði hann iðnina af honum.  María, móðir Jesú, átti einnig önnur börn.
Jesús var skírður af Jóhannesi skírara og eftir skírnina ferðaðist hann um Galíleu og gegnum Samaríu til Júdeu.  Hann boðaði að ríki Guðs væri nærri.  Hann varð vinsæll og fólk fylgdi honum.  Hann valdi sér 12 postula, lærisveinar hans voru mun fleiri.  Fólkið tók boðskapnum vel og átti von á að nú myndi það losna við Rómverjanna.  Jesús boðaði ekki aðeins með orðum, heldur sýndi í verki hvað hann boðaði.  Hann læknaði og vann kraftaverk.  Hann fyrirgaf mönnum syndir sínar og umbreytti lífi manna.  Náttúran virtist hlýða honum.  Hann túlkaði lögmálið á nýjan hátt.  Að fyrirgefa syndir var á þeim tíma aðeins ætlað Guði og þótti fræðimönnum Gyðinga það hneykslanlegt af Jesú.  Hann kallaði Guð pabba (abba) og í stað þess að vitna í fræðimenn sagði hann „en ég segi yður...“.  Hann ógnaði stöðu fræðimanna og ríkjandi ástandi.  Því óttuðust hann margir og sumir töldu að Rómverjar mundu refsa þeim harðlega vegna þess að margir gyðingar litu á Jesú sem Krist.
Kjarni þess sem hann boðar er að Guðs ríki er nærri.  Við eigum að iðrast að hafa ekki gert vilja Guðs og Guð fyrirgefur. Guð elskar okkur.  Lestu Lúk. 15: 1-7.  En þetta voru ekki aðeins orð.  Jesús snéri sér að hinum týndu og dæmdu.  Hann leitaði „til þeirra sem þurftu læknis við.“
Í Fjallræðunni (Matt. 5-7) kemur boðskapur Jesú skýrt fram.  Allir þurfa náðar Guðs og fyrirgefningar.  Sæluboðin sýna hvernig við eigum að vera.  Það er í hjartanu sem við iðrumst og syndirnar verða fyrirgefnar.  Vegna verka Heilags anda í hjartanu eignumst við kærleika Guðs sem gefur okkur vilja og mátt til að gera gott og hafna illu.  Með því að fylgja kærleika Guðs uppfyllum við lögmálið og vilja Guðs.
 
 

Sæluboðin:
Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.
Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.
Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum.
Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.

 
 
Lamb Guðs
Kristur er upprisinn

bodun.mp3
saelubodin.mp3

 

Merkin orða:

  • Jesús merkir Drottinn frelsar.
  • Kristur merkir hinn smurði (konungur), á hebresku er orðið Messías.
  • Maðurinn skitist í 3 hluta að fornum sið.  Líkama, sem er það snertanlega, sál, sem er okkar innri kjarni sem við höfum samskipti við aðra og svo anda, en andinn er okkar innsti kjarni , þar sem við eigum samfélag við Guð.

 

Verkefni:

  1. a. Hvað er að vera Fátækur  í anda?  

b.  Hví er svo mikilvægt að viðurkenna fátækt sína?

  1. a. Lærðu Sæluboðin.

b.  Hvað kenna þau okkur og hvaða áhrif eiga þau að hafa á líf okkar?

 
Skila verkefninu á netinu.

bodunmerkin.mp3
jesusverkefni.mp3