Leiðbeiningar um verkefnaskil á netinu

Ef þú ætlar að skila inn svörum á netinu skaltu fylgja þessum leiðbeiningum:
 
Innskráning:
Byrja þarf að srá sig inn á forsíðu.
Lengst til hægri í fjórða "kassanum" segir "Innskráning", þar skráir þú notendanafn og lykilorðið
Notendanafn er fullt nafn með bilum og íslenskum sérstöfum (dæmi "ð" og "á"). Dæmi um notendanafn er: "Óskar Ingi Ingason"
Lykilorð áttu að hafa fengið en það byrjar á stórum staf og er án bila. Þar eru kommur og íslenskir sérstafir.
Gætið þess að í lykilorði getur verið punktur í orðinu.
Ef skráð er rangt lykilorð 5. í röð er ekki hægt að reyna aftur fyrr en eftir 6 tíma.
 
Verkefnaskil:
Eftir innskráningu er farið í fermingarkverið og valinn réttur kafli.
Neðst á síðunni er valmöguleikinn "Skila verkefninu á netinu".
Veldu það og þar birtist verkefnið.
Fylltu út í rétta reiti líka fullt nafn og ýttu á "senda".

Þá kemur síða sem stendur ekki heimild. Ekki hafa áhyggjur af því, svarið á að hafa skillað sér.

Einnig er hægt að skila svörum í tíma eða með tölvupósti.

Endilega hafið samband ef þið lendið í vandræðum.
 

Ummæli

Get ég gert svona líka?

Óskar Ingi sóknarprestur's picture

Já! Það gastu! :-)