Jesús Kristur

Önnur persóna guðdómsins er Sonur Guðs. Hann er Orðið sem kom til manna. Sköpunin varð til fyrir hann. Lestu Jóhannesarguðspjall 1:1-18. Hann varð maður. Kom í heiminn til að frelsa börn Guðs eins og lofað hafði verið í ritningunni. Hann var guð, en varð maður, okkar vegna.

Trúarjátningin :

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.