Valdhafar og fræðimenn Gyðinga töldu sér ógnað af boðun Jesú. Þeir gerðu margar tilraunir til að leiða Jesú í gildru, en hann átti alltaf svar. Að lokum þegar Jesús kom til Jerúsalem á páskahátíðina ákváðu þeir að láta taka hann af lífi. Betra væri að einn dæi fyrir marga, en margir vegna eins. Mannfjöldinn hafði fagnað honum með pálmagreinum og lofsöng er hann kom til borgarinnar á pálmasunnudag í upphafi dymbilviku (sem einnig er kölluð bænavika eða kyrravika) . Forustumenn Gyðinga fengu einn postula Jesú til að svíkja hann og framseldu Jesú síðan til Rómverja. Lestu Matteusarguðspjall 26. kafla.
